Naumur sigur í fyrsta leik í úrslitum

Úr leik SA og Fjölnis í vetur.
Úr leik SA og Fjölnis í vetur. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Skautafélag Akureyrar, SA, vann nauman 2:1-sigur á Fjölni í fyrsta leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla en liðin mættust í Skautahöllinni á Akureyri í dag.

Leiknum lauk með 2:1-sigri heimamanna en þrjá sigra þarf til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Það voru Fjölnismenn sem tóku óvænt forystuna í öðrum leikhluta er Einar Guðnason skoraði. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum í þriðja og síðasta leikhluta. Axel Orongan jafnaði metin og Andri Skúlason skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins.

Annar leikur liðanna fer fram á skautasvellinu í Egilshöll á þriðjudaginn og þriðji leikurinn fer fram á Akureyri á fimmtudag. Ef þörf er á mætast liðin svo 2. og 4. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert