Birkir og Sofia Íslandsmeistarar

Birkir Gunnarsson og Sofia Sóley Jónasdóttir með verðlaunagripi sína eftir …
Birkir Gunnarsson og Sofia Sóley Jónasdóttir með verðlaunagripi sína eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar innanhúss í einliðaleik í tennis. Ljósmynd/TSÍ

Íslandsmótið í tennis innanhúss fór fram um helgina í Tennishöllinni í Kópavogi. Íslandsmeistari í einliðaleik í meistaraflokki karla varð Birkir Gunnarsson og Íslandsmeistari í einliðaleik í meistaraflokki kvenna varð Sofia Sóley Jónasdóttir.

108 keppendur á aldrinum 5 – 60 ára tóku þátt í 22 mismunandi keppnisflokkum í einliða, tvíliða og tvenndarleik. 

Í fréttatilkynningu frá Tennissambandi Íslands segir að mjög góð þátttaka hafi verið á mótinu og að flestir keppendur væru ánægðir með að geta keppt eftir sex mánaða bið vegna kórónuveirufaraldursins.

Hér að neðan er að finna Íslandsmeistara innanhúss í meistaraflokkum ásamt öllum þeim sem komust á verðlaunapall:

Meistaraflokkur karla í einliðaleik

  1. Birkir Gunnarsson
  2. Raj K. Bonifacius
  3. Hjalti Pálsson

Meistaraflokkur kvenna í einliðaleik

  1. Sofia Sóley Jónasdóttir
  2. Anna Soffia Grönholm
  3. Eva Diljá Arnþórsdóttir

Meistaraflokkur karla í tvíliðaleik

  1. Birkir Gunnarsson og Hjalti Pálsson
  2. Tómas Andri Ólafsson og Eliot Robertet
  3. Joaquin Armesto Nuevo og Luis Carrillo Rueda

Meistaraflokkur kvenna í tvíliðaleik

  1. Eygló Dís Ármannsdóttir og Eva Diljá Arnþórsdóttir
  2. Kristbjörg Karen Björnsdóttir og Hanna Álfheiður Gunnarsdóttir

Meistaraflokkur í tvenndarleik

  1. Ingunn Erla Eiríksdóttir og Birgir Haraldsson
  2. Hans Orri Kristjánsson og Hanna Jóna Skúladóttir
  3. Kristín Inga Hannesdóttir og Hilmar Hauksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert