Íslandsmótið í tennis innanhúss fór fram um helgina í Tennishöllinni í Kópavogi. Íslandsmeistari í einliðaleik í meistaraflokki karla varð Birkir Gunnarsson og Íslandsmeistari í einliðaleik í meistaraflokki kvenna varð Sofia Sóley Jónasdóttir.
108 keppendur á aldrinum 5 – 60 ára tóku þátt í 22 mismunandi keppnisflokkum í einliða, tvíliða og tvenndarleik.
Í fréttatilkynningu frá Tennissambandi Íslands segir að mjög góð þátttaka hafi verið á mótinu og að flestir keppendur væru ánægðir með að geta keppt eftir sex mánaða bið vegna kórónuveirufaraldursins.
Hér að neðan er að finna Íslandsmeistara innanhúss í meistaraflokkum ásamt öllum þeim sem komust á verðlaunapall:
Meistaraflokkur karla í einliðaleik
Meistaraflokkur kvenna í einliðaleik
Meistaraflokkur karla í tvíliðaleik
Meistaraflokkur kvenna í tvíliðaleik
Meistaraflokkur í tvenndarleik