Einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum

Úr leiknum í Egilshöll í kvöld.
Úr leiknum í Egilshöll í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skautafélag Akureyrar, SA, vann nauman 3:1-sigur á Fjölni í öðrum leik liðanna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí karla í gærkvöldi er liðin mættust á skautasvellinu í Egilshöll.

SA vann fyrsta leikinn 2:1 á Akureyri og er nú með 2:0 forystu í einvíginu. Axel Orongan og Jóhann Leifsson komu gestunum í tveggja marka forystu áður en Vignir Arason minnkaði muninn um tíu mínútum fyrir leikslok en Unnar Rúnarsson innsiglaði svo sigur gestanna í lok leiks.

SA getur því orðið Íslandsmeistari á fimmtudaginn er liðin mætast á Akureyri en vinna þarf þrjá leiki. Takist Fjölni að vinna mætast liðin aftur í fjórða leik 2. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert