Öruggir sigrar í fyrstu umferðinni

KA vann öruggan sigur í kvöld.
KA vann öruggan sigur í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Úrslita­keppni Íslands­móts kvenna í blaki hófst í kvöld með tveimur leikjum. KA vann Þrótt úr Reykjavík í Digranesi, 3:0, og Þróttur frá Neskaupstað vann Álftanes á heimavelli, 3:0.

Lokastaða deild­ar­inn­ar var reiknuð út sam­kvæmt reikni­reglu Covid-reglu­gerðar Blak­sam­bands Íslands, þar sem keppni var stöðvuð tvisvar í vet­ur og ekki reynd­ist hægt að ljúka ell­efu leikj­um á tíma­bil­inu. HK varð deildarmeistari og Afturelding lauk keppni í öðru sæti og eru þau lið því komin beint í undanúrslit og mæta þar liðunum tveimur sem vinna einvígin í þessari fyrstu umferð.

Liðin í þriðja og sjötta sæti, KA og Þróttur R., mættust í kvöld þar sem norðankonur höfðu betur í þremur hrinum, 25:18, 25:17 og 25:18. Þá mættust liðin í fjórða og fimmta sæti, Þróttur N. og Álftanes. Þróttarar höfðu betur á sínum heimavelli, einnig í þremur hrinum, 25:14, 25:19 og 25:15.

Liðin mætast svo á föstudaginn. Álftanes tekur á móti Þrótti N. og KA fær Þrótt R. í heimsókn til Akureyrar. Verði staðan jöfn að þeim leikjum loknum verður spiluð svo­kölluð „gull­hrina“ sem ræður úr­slit­um í ein­víg­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert