Linda og Snorri sigruðu í sprettgöngunni

Linda Rós á efsta þrepi í dag.
Linda Rós á efsta þrepi í dag. Ljósmynd/SKÍ

Skíðamót Íslands í dag í Hlíðarfjalli á Akureyri með keppni í sprettgöngu. Linda Rós Hannesdóttir og Snorri Einarsson urðu Íslandsmeistarar. 

Hefð er fyrir því að mótið hefjist á sprettgöngu og er það eina greinin fyrsta daginn. Keppni hófst kl.18:00 með undanrásum þar sem allir keppendur fóru í tímatöku. Hjá körlum fóru átta efstu í undanúrslit og fjórir bestu úr undanúrslitum í úrslit. Hjá konum fóru fjórar bestu úr undanrásum í úrslit. 

Í úrslitum hjá konum sigraði Linda Rós Hannesdóttir frá Ísafirði eftir frábæran sprett í úrslitum, var þetta hennar fyrst Íslandsmeistaratitill í fullorðinsflokki.

Keppni var mjög hörð í karlaflokki.
Keppni var mjög hörð í karlaflokki. Ljósmynd/SKÍ

Hjá körlunum stóð Snorri Einarsson frá Ulli uppi sem sigurvegari eftir ótrúlegan endasprett við Dag Benediktsson sem endaði með því að það þurfti myndbandsdómgæslu en einungis munaði nokkrum sentimetrum á þeim.

Úrslit:

Konur
1. Linda Rós Hannesdóttir - SFÍ
2. Gígja Björnsdóttir - SKA
3. Veronika Lagun - SKA

Karlar
1. Snorri Einarsson - Ullur
2. Dagur Benediktsson - SFÍ
3. Albert Jónsson - SFÍ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert