Harpa María Friðgeirsdóttir, SKRR, og Einar Kristinn Kristgeirsson, SKA, urðu í dag Íslandsmeistarar í stórsvigi en Skíðamót Íslands fer nú fram í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Heldur Harpa María bikarnum í fjölskyldunni því systir hennar Hólmfríður Dóra varð Íslandsmeistari í greininni 2018 og 2019. Skíðamót Íslands féll niður í fyrra vegna kórónuveirunnar.
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir varð önnur og Signý Sveinbjörnsdóttir þriðja. Einar Kristinn varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti síðan 2016. Gauti Guðmundsson varð annar og Sturla Snær Snorrason varð þriðji.
Gígja Björnsdóttir úr SKA og Snorri Einarsson úr Ulli sigruðu í skíðagöngu með hefðbundinni aðferð í gær. Keppt var í 10 kílómetra göngu hjá konunum. Linda Rós Hannesdóttir varð önnur og Fanney Rún Stefánsdóttir þriðja. Var þetta fyrsti sigur Gígju á Skíðamóti Íslands. 15 kílómetrar voru gengnir hjá körlunum en Albert Jónsson varð annar og Dagur Benediktsson varð þriðji. Snorri varð meistari í greininni þriðja skiptið í röð.
Anna Kamilla Hlynsdóttir úr BFH og Benedikt Friðbjörnsson úr SKA urðu Íslandsmeistarar í risastökki á snjóbrettum. Alís Helga Daðadóttir og Júlíetta Iðunn Tómasdóttir urðu í 2.-3. sæti hjá konunum. Hjá körlunum varð Baldur Vilhelmsson annar og Tristan Aðalsteinsson þriðji.
Keppendur fengu þrjár tilraunir og besta stökkið gilti. Var þetta fyrsta mót vetrarins en öðrum var aflýst vegna heimsfaraldursins.
Úrslit í stórsvigi:
Konur
1. Harpa María Friðgeirsdóttir - SKRR
2. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir - SKRR
3. Signý Sveinbjörnsdóttir - SKRR
Karlar
1. Einar Kristinn Kristgeirsson - SKA
2. Gauti Guðmundsson - SKRR
3. Sturla Snær Snorrason - SKRR
Úrslit í skíðagöngu
Konur
1. Gígja Björnsdóttir - SKA
2. Linda Rós Hannesdóttir - SFÍ
3. Fanney Rún Stefánsdóttir - SKA
Karlar
1. Snorri Einarsson - Ullur
2. Albert Jónsson - SFÍ
3. Dagur Benediktsson - SFÍ
Úrslit á snjóbrettum:
Konur
1. Gígja Björnsdóttir - SKA
2. Linda Rós Hannesdóttir - SFÍ
3. Fanney Rún Stefánsdóttir - SKA
Karlar
1. Snorri Einarsson - Ullur
2. Albert Jónsson - SFÍ
3. Dagur Benediktsson - SFÍ