Fyrsti Íslandsmeistaratitill Sigríðar

Sigríður Dröfn Auðunsdóttir varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í dag.
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í dag. AFP

Sigríður Dröfn Auðunsdóttir kom fyrst í mark í svigi á Skíðamóti Íslands sem fram fer á Akureyri þessa dagana í dag.

Þetta er í fyrsta sinn sem Sigríður verður Íslandsmeistari í alpagreinum en Jóhanna Lilja Jónsdóttir varð í öðru sæti og Auður Björg Sigurðardóttir hafnaði í þriðja sæti.

Í karlaflokki kom Sturla Snær Snorrason fyrstur í mark en þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill Sturlu í greininni. Jón Erik Sigurðsson varð í öðru sæti og Björn Davíðsson í þriðja sæti.

Úrslit dags­ins í svigi:

Konur
1. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, SKRR
2. Jóhanna Lilja Jónsdóttir, UÍA
3. Auður Björg Sigurðardóttir, SKRR

Karlar
1. Sturla Snær Snorrason, SKRR
2. Jón Erik Sigurðsson, SKRR
3. Björn Davíðsson, Breiðablik

19-20 ára stúlkur
1. Ingibjörg Embla Min Jónsdóttir, SKA

19-20 ára drengir
1. Alexander Smári Þorvaldsson, SKA
2. Hákon Karl Sölvason, SKA

17-18 ára stúlkur
1. Jóhann Lilja Jónsdóttir, UÍA
2. Auður Björg Sigurðardóttir, SKRR
3. Aníta Rós Karlsdóttir, SKRR

17-18 ára drengir
1. Jón Erik Sigurðsson, SKRR
2. Björn Davíðsson, Breiðablik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert