Þriðju gullverðlaun Snorra

Snorri Einarsson hefur unnið til þrennra gullverðlauna á Skíðamóti Íslands, …
Snorri Einarsson hefur unnið til þrennra gullverðlauna á Skíðamóti Íslands, líkt og hann gerði á mótinu 2019. Ljósmynd/SKÍ

Skíðagöngukappinn Snorri Einarsson vann sín þriðju gullverðlaun á Skíðamóti Íslands sem fram fer á Akureyri þessa dagana í dag.

Snorri kom fyrstur í mark í göngu með hefðbundinni aðferð en gengnir voru tíu 10 kílómetrar. Dagur Benediktsson hafnaði í öðru sæti og Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson í þriðja sæti.

Í kvennaflokki kom Linda Rós Hannesdóttir fyrst í mark eftir harða baráttu við Gígju Björnsdóttur en konurnar gengu 5 kílómetra. Fanney Rún Stefánsdóttir hafnaði í þriðja sæti.

Úrslit dagsins í skíðagöngu með hefðbundinni aðferð:

Konur
1. Linda Rós Hannesdóttir, SFÍ
2. Gígja Björnsdóttir, SKA
3. Fanney Rún Stefánsdóttir, SKA

Karlar
1. Snorri Einarsson, Ullur
2. Dagur Benediktsson, SFÍ
3. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson, SKA

19-20 ára stúlkur
1. Fanney Rún Stefánsdóttir, SKA

17-18 ára stúlkur
1. Linda Rós Hannesdóttir, SFÍ

17-18 ára drengir
1. Sveinbjörn Orri Heimisson, SFÍ
2. Ævar Freyr Valbjörnsson, SKA
3. Einar Árni Gíslason

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert