Ertu tilbúinn að taka sénsinn og svindla?

„Ég hef aldrei orðið var við neina misnotkun lyfja hér á landi í mínu umhverfi,“ sagði Ari Bragi Kárason, fljótasti maður landsins og margfaldur Íslandsmeistari í spretthlaupum, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Margir erlendir frjálsíþróttamenn hafa fallið í þá gryfju undanfarin ár að nota ólögleg lyf til þess að hámarka árangur sinn í greininni.

Í janúar 2018 fór Ari Bragi til Bandaríkjanna í Altis-æfingabúðir í Phoenix í Arizona þar sem hann æfði með mörgum af bestu spretthlaupurum heims.

„Í Altis voru tvær stelpur sem voru æfingafélagar. Önnur þeirra var með skósamning við Puma á meðan hin var það ekki,“ sagði Ari.

„Það munaði einhverjum hundraðshlutum á þeim og sú sem var fljótari var með skósamninginn en hin ekki.

Þarna sá maður muninn mjög greinilega og þá er spurningin oft hvort fólk sé tilbúið að taka sénsinn og vona að það komist upp með það því það eru hundruð milljóna í húfi oft og tíðum,“ sagði Ari meðal annars.

Viðtalið við Ara Braga í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert