„Þeir hjá lyfjaeftirlitinu voru gríðarlega duglegir að taka mig í test,“ sagði Ari Bragi Kárason, fljótasti maður landsins og margfaldur Íslandsmeistari í spretthlaupum, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Ari Bragi byrjaði að æfa frjálsar íþróttir þegar hann var 24 ára gamall en hann hafði æft bæði crossfit og ólympískar lyftingar áður en hann mætti á sína fyrstu frjálsíþróttaæfingu.
„Það var engin óvild í minn garð eða neitt slíkt og bara frábært hversu duglegir þeir voru að skikka mann í próf,“ sagði Ari.
„Ég kem auðvitað úr crossfittinu og crossfittið var komið með smá stimpil á sig fyrir þá skandala sem höfðu átt sér stað þar.
Spretthlaupið hefur auðvitað verið mjög viðloðandi lyfjamisnotkun í gegnum tíðina, því miður, og árangur minn hringdi einhverjum viðvörunarbjöllum innan lyfjaeftirlitsins,“ sagði Ari Bragi.
Viðtalið við Ara Braga í heild sinni má nálgast með því að smella hér.