Knattspyrnustjórinn André Villas-Boas mun hefja keppni í heimsmeistarakeppninni í rallakstri í Portúal síðar í mánuðinum.
Villas-Boas, sem hefur verið knattspyrnurstjóri Chelsea og Tottenham Hotspur á Englandi og nú síðast Marseille í Frakklandi, hefur áður tekið þátt á móti í rallakstri, í Dakar árið 2018.
Hann hefur ekki fundið sér nýtt knattspyrnustjórastarf en notar þá tímann til þess að sinna hinu áhugamáli sínu, kappakstursíþróttum.
Villas-Boas mun keyra á Citroen C3 í þriðju deild heimsmeistarakeppninnar, og fer keppnin fram frá 20. til 23. maí.