Svo virðist sem áhuga íbúa í London að halda Ólympíuleika hafi ekki verið fullnægt þótt borgin hafi þrívegis verið í gestgjafahlutverkinu.
Borgarstjórinn Sadiq Khan gefur áfram kost á sér til borgarstjóraembættisins í London og stendur nú kosningabaráttan yfir. Khan hefur fært í tal þá hugmynd að London sæki um að halda Ólympíuleikana 2036 eða 2040 en útboð vegna Ólympíuleika fara fram með góðum fyrirvara eins og gefur að skilja.
Khan segist mótshaldið fyrir sér sem hluta af áætlunum um breytingar á ýmsum innviðum í borginni.
London hefur þrívegis haldið leikana 1908, 1948 og 2012. Borgin gæti því átt eftir að sækjast eftir fjórðu leikunum. París mun halda leikana í þriðja sinn 2024 og Los Angeles einnig árið 2028.