Höttur felldi Hauka - Grindavík í fjórða sætið

Jalen Jackson og Dino Stipcic eigast við í Hafnarfirði í …
Jalen Jackson og Dino Stipcic eigast við í Hafnarfirði í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Haukar eru fallnir úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir fjögurra stiga tap gegn Hetti í 21. umferð Dominos-deildarinnar í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld.

Leiknum lauk með 104:100-sigri Hattar en Michael Mallory átti stórleik fyrir Hött, skpraði 38 stig og gaf átta stoðsendingar.

Haukar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með fimm stigum í hálfleik, 55:50. Hattarmönnum tókst að jafna metin og var staðan 77:77-fyrir fjórða leikhluta.

Þar var mikið jafnræði með liðunum framan af en þegar rúmlega ein mínúta var til leiksloka kom Mallory Hetti sex stigum yfir, 101:95, og Haukum tókst ekki að koma til baka eftir það.

Bryan Alberts skoraði 24 stig fyrir Hött en Hansel Atencia var stigahæstur Hauka með 23 stig.

Höttur fer með sigrinum upp í tíunda sæti deildarinnar í 14 stig en liðið er með betri innbyrðisviðureign á Njarðvík sem mætir ÍR síðari í kvöld í Breiðholtinu.

Björgvin Hafþór Ríkharðsson fór mikinn fyrir Grindavík.
Björgvin Hafþór Ríkharðsson fór mikinn fyrir Grindavík. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þá skoraði Amenhotep Abif 20 stig og tók níu fráköst fyrir Grindavík þegar liðið vann tíu stiga sigur gegn Tindastóli í HS Orku-höllinni í Grindavík í kvöld.

Grindvíkingar voru mun sterkari aðilinn framan af og leiddu með 14 stigum í hálfleik, 53:39. Tindastól tókst að minnka forskot Grindvíkinga í sex stig, 66:60, en lengra komust þeir ekki og Grindavík fagnaði sigri.

Björgvin Hafþór Ríkharðsson var öflugur í liði Grindvíkinga, skoraði 12 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar en Nikolas Tomsick var atkvæðamestur Tindastóls með 23 stig og níu stoðsendingar.

Grindavík fer með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar í 22 stig en Tindastóll er með 18 stig í sjöunda sætinu.

Haukar - Höttur 100:104

Ásvellir, Dominos deild karla, 06. maí 2021.

Gangur leiksins:: 3:4, 5:11, 16:13, 25:19, 33:29, 40:39, 44:42, 55:50, 61:53, 68:63, 70:71, 77:77, 81:84, 86:92, 92:96, 100:104.

Haukar: Hansel Giovanny Atencia Suarez 23, Brian Edward Fitzpatrick 20/11 fráköst, Pablo Cesar Bertone 18, Austin Magnus Bracey 11, Jalen Patrick Jackson 11/4 fráköst, Emil Barja 10/5 fráköst, Breki Gylfason 5/12 fráköst, Hilmar Pétursson 2/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 10 í sókn.

Höttur: Michael A. Mallory II 38/6 fráköst/8 stoðsendingar, Bryan Anton Alberts 24, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/11 fráköst, Dino Stipcic 12/5 stolnir, Eysteinn Bjarni Ævarsson 7, Hreinn Gunnar Birgisson 6/4 fráköst, David Guardia Ramos 3, Juan Luis Navarro 1.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 100

Grindavík - Tindastóll 93:83

HS Orku-höllin, Dominos deild karla, 06. maí 2021.

Gangur leiksins:: 8:7, 13:12, 19:15, 27:22, 35:25, 35:28, 44:29, 53:39, 57:45, 59:49, 63:51, 66:60, 75:62, 75:66, 83:71, 93:83.

Grindavík: Amenhotep Kazembe Abif 20/9 fráköst, Ólafur Ólafsson 17, Kristinn Pálsson 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 12/7 fráköst/9 stoðsendingar, Joonas Jarvelainen 11, Þorleifur Ólafsson 7/5 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 6, Bragi Guðmundsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2.

Fráköst: 29 í vörn, 10 í sókn.

Tindastóll: Nikolas Tomsick 23/9 stoðsendingar, Jaka Brodnik 17/7 fráköst, Flenard Whitfield 14/10 fráköst, Axel Kárason 9/4 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 8/5 fráköst/8 stoðsendingar, Antanas Udras 7/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 4, Viðar Ágústsson 1.

Fráköst: 27 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Johann Gudmundsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 100

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert