Naomi Osaka frá Japan og Rafael Nadal frá Sviss þóttu skara fram úr í íþróttaheiminum á síðasta ári og hlutu Laureus-verðlaunin, sem líklega eru þau virtustu í íþróttunum.
Tilkynnt var um verðlaunahafana í gærkvöldi en fyrr á árinu var opinberað hverjir voru tilnefndir. Í þetta skiptið kemur íþróttafólk ársins úr tennisíþróttinni en það hefur gerst áður. Síðast árið 2018.
Nadal hefur einu sinni áður fengið verðlaunin og er áratugur liðinn síðan. Osaka fékk verðlaunin í fyrsta skipti en hún var einnig valin íþróttakona ársins 2020 af AP-fréttastofunni.
Karlalið Bayern München í knattspyrnu var valið lið ársins.