Fjórir Íslendingar keppa á Evrópska vetrarkastmótinu sem fram fer í Split í Króatíu um helgina.
Guðni Valur Guðnason keppir í kringlukasti og Hilmar Örn Jónsson í sleggjukasti í keppni fullorðinna. Mímir Sigurðsson keppir í kringlukasti og Elísabet Rut Rúnarsdóttir í sleggjukasti í flokki kastara yngri en 23 ára.
Þeir Guðni Valur og Hilmar Örn eru báðir með Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu en Íslandsmetið sem Guðni setti á síðasta ári, 69,35 metrar, er mun lengra en lágmarkið fyrir leikana, sem hann þarf hinsvegar að ná í sumar.
Hilmar setti Íslandsmet í sleggjukasti karla á síðasta ári þegar hann kastaði 77,10 metra í Kaplakrika. Elísabet setti Íslandsmet í sleggjukasti kvenna í vetur þegar hún kastaði 64,39 metra. Besti árangur Mímis í kringlukastinu er 55,54 metrar.