Hamar og Vestri í vænlegri stöðu

Hamar er ríkjandi deildar- og bikarmeistarar eftir sigur gegn Aftureldingu …
Hamar er ríkjandi deildar- og bikarmeistarar eftir sigur gegn Aftureldingu í úrslitum bikarkeppninnar. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Deildarmeistarar Hamars áttu ekki í teljandi vandræðum með Álftanes þegar liðin mættust í fyrsta leik sínum í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í blaki á Álftanesi í dag.

Leiknum lauk með 3:0-sigri Hamars sem vann hrinurnar nokkuð örugglega, 25:13, 25:15 og 25:15.

Þá vann Vestri 3:0-sigur gegn Aftureldingu á Ísafirði, 25:17, 25:21 og 25:18.

Liðin mætast í öðru einvígi sínu á miðvikudaginn kemur en vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert