„Ég á góða að og frábæra fjölskyldu sem hefur stutt mig fjárhagslega,“ sagði Valgerður Guðsteinsdóttir, tvöfaldur Íslandsmeistari í hnefaleikum og fyrsta og eina íslenska atvinnukonan í íþróttinni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Valgerður tók þátt í sínum fyrstu atvinnubardagi árið 2016 en alls hefur hún tekið þátt í sex bardögum á ferlinum.
Hún fékk ekkert greitt fyrir fyrstu þrjá bardaga sína og viðurkennir að það að vera atvinnukona í hnefaleikum sé mikið hark.
„Það er ekki tryggt að ég fái borgað fyrir þá bardaga sem ég tek þátt í og það krefst smá herkænsku að koma sér áfram í þessum heimi,“ sagði Valgerður.
„Ég er heppin með það að ég á frábæran eiginmann sem er algjör gullmoli. Hann er tilbúinn að fórna miklu, eins og ég, og hjálpa mér með ferilinn,“ bætti Valgerður við.
Viðtalið við Valgerði í heild sinni má nálgast með því að smella hér.