Afturelding leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki eftir sigur á KA í Mosfellsbænum í kvöld. Liðið mætir HK í úrslitarimmunni sem hefst á laugardaginn.
Afturelding vann KA 3:1 í oddaleik í undanúrslitum í kvöld og þar með rimmuna 2:1.
KA vann fyrstu hrinuna í kvöld 27:25 en það dugði ekki til sigurs og Afturelding vann næstu þrjár 25:19, 25:22 og 25:14.
HK á heimaleikjarétt í úrslitunum og fyrsti úrslitaleikurinn verður því í Fagralundi í Kópavogi.
Hægt er að lesa um leikinn í kvöld á netmiðlinum Blakfréttir