Enginn oddaleikur í 8-liða úrslitum

KA-menn tilbúnir í hávörninni í leiknum á Akureyri í kvöld.
KA-menn tilbúnir í hávörninni í leiknum á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Þórir

Deildarmeistararnir í Hamri mæta Vestra í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki og HK og KA mætast í hinni viðureigninni. 

Átta liða úrslitunum lauk snaggaralega í kvöld þar sem öllum rimmunum lauk 2:0 og því enginn oddaleikur í boði í 8-liða úrslitunum. Öllum fjórum leikjum kvöldsins lauk 3:0. 

Hamar vann Álftanes í Hveragerði 25:14, 25:11 og 25:18. Vestri vann Aftureldingu 25:16, 25:22 og 25:23 í Mosfellsbænum. 

HK vann Fylki 25:12, 28:26 og 25:13 í Kópavogi. KA vann Þrótt frá Neskaupstað 26:24, 25:18 og 25:22 á Akureyri. 

Undanúrslitin hefjast á sunnudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert