Serena Williams, ein sigursælasta tenniskona sögunnar, keppti í þúsundasta sinn í dag sem atvinnumaður.
Williams keppti á Opna ítalska mótinu en mátti sætta sig við tap í þúsundustu viðureigninni. Nadia Podoroska hafði betur.
Williams þótti ekki mjög áköf í leiknum enda í lítilli keppnisæfingu en hún keppti síðast á móti í febrúar.
Næst á dagskrá hjá Serenu Williams verður Opna franska meistaramótið sem hefst 30. maí en hún gaf í skyn við fjölmiðlamenn eftir leikinn að hún myndi möguleika keppa á öðru móti í millitíðinni úr því svona fór á Ítalíu.
Serena Williams er 39 ára gömul og hefur tuttugu og þrisvar unnið einliðaleikinn á risamótunum í tennis og státar að auki af fernum gullverðlaunum frá Ólympíuleikum.