Fimm keppa á EM í Búdapest

Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir í 100, 200 og 400 metra …
Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir í 100, 200 og 400 metra skriðsundi. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem hefst í Búdapest á mánudaginn og stendur yfir til næsta sunnudags.

Þrír keppendanna eru úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, þau Dadó Fenrir Jasmínuson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Steingerður Hauksdóttir en hin eru Kristinn Þórarinsson úr Fjölni og Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem keppir fyrir Sundfélag Álaborgar í Danmörku.

Jóhanna, Steingerður og Kristinn hefja keppni strax á mánudaginn, Snæfríður á miðvikudaginn og Dadó á fimmtudaginn.

Dadó Fenrir Jasminuson keppir í 50 metra flugsundi og 50 …
Dadó Fenrir Jasminuson keppir í 50 metra flugsundi og 50 metra skriðsundi. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert