Hlynur við sama heygarðshornið

Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. Ljósmynd/Bjorn Parée

Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson setti enn einu sinni Íslandsmet í gær þegar hann keppti í 3.000 metra hlaupi í Hollandi. 

Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet á Harry Schulting games í Hollandi þegar hann kom í mark á 8:01,37 mínútum en fyrra metið var 8:02,60. 

Frjálsíþróttasambandið vekur athygli á þessu á samfélagsmiðlum í dag. 

Hlynur hefur á síðustu árum eignast Íslandsmetið í sex vegalengdum utanhúss og bætt met ekki ómerkari manna en Kára Steins Karlssonar og Jóns Diðrikssonar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert