Guðlaug Edda Hannesdóttir hafnaði í 35. sæti á alþjóðlegu þríþrautarmóti í Yokohama í Japan í dag.
Keppendur á mótinu voru 56 en barist er um stig sem veita keppnisrétt í greininni á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar.
Guðlaug Edda kom í mark á einni klukkustund, 59,25 mínútum en hún var í 23. sæti eftir sundið sem er fyrsta greinin af þremur. Hinar eru hjólreiðar og hlaup.
Taylor Knibb frá Bandaríkjunum sigraði á einni klukkustund, 54,27 mínútum og kom í mark hálfri mínútu á undan löndu sinni Summer Rappaport sem varð önnur.