HK er komið í 1:0 í úrslitaeinvígi sínu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í kvennaflokki eftir 3:1-sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag.
HK vann fyrstu hrinuna 25:14 en Afturelding jafnaði metin með 25:17-sigri í annarri hrinu. HK komst í 2:1 eftir æsispennandi þriðju hrinu þar sem lokatölur urðu 25:23. HK gulltryggði sér svo 3:1-sigur með 25:20-sigri í fjórðu hrinu.
Thelma Dögg Grétarsdóttir hjá Aftureldingu var stigahæst með 24 stig en liðsfélagi hennar María Rún Gunnarsdóttir bætti við 18 stigum. Hjördís Eiríksdóttir skoraði 16 stig og HK-ingar skoruðu tíu.
Liðin mætast öðru sinni í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöld klukkan 19 en tvo sigurleiki þarf til að verða Íslandsmeistari.