Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi á svæðismeistaramóti í Murfreesboro í Tennesse í Bandaríkjunum í dag.
Erna kastaði kúlunni 16,77 metra og bætti eigið Íslandsmet um fimm sentimetra en kastið skilaði henni öðru sæti á mótinu.
Maia Campbell frá háskólanum í Texas vann mótið með kast upp á 17,33 metra.
Erna á bæði Íslandsmetið innan- og utanhúss en hún kastaði lengst 16,95 metra innanhúss í vetur.
Erna keppir fyrir Rice University þar sem hún er að klára annað árið sitt.