Hamar og KA eru í vænlegri stöðu eftir fyrstu leiki sína í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki sem fram fóru í dag.
Hamar vann 3:1-sigur gegn Vestra á Ísafirði og þá vann KA 3:1-sigur gegn HK á Akureyri.
Liðin mætast á nýjan leik á miðvikudaginn kemur en vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins.
Fari svo að Vestri eða HK vinni síðari leikinn verður spiluð gullhrina til þess að knýja fram sigurvegara.