Íslendingarnir þrír sem kepptu í undanrásum á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug í Búdapest í Ungverjalandi í morgun komist ekki áfram úr sínum riðlum.
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Steingerður Hauksdóttur kepptu í 50 metra skriðsundi en Jóhanna varð í 47. sæti á tímanum 26,18 sekúndur.
Það er aðeins lakara en hennar besti tími til þessa en hún hún synti á 25,98 sekúndum á Íslandsmótinu Laugardalslaug á dögunum.
Steingerður hafnaði í 53. sæti á tímanum 26,98 sekúndur en hún á best 26,45 sekúndur frá árinu 2019.
Kristinn Þórarinsson keppti í 50 metra baksundi og endaði í 48. sæti hann kom í mark á tímanum 26,66 sekúndum. Hans besti tími í greininni er 25,95 sekúndur.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Dadó Fenrir Jasminuson eru einnig skráð til leiks á mótinu en Steingerður Hauksdóttir keppir næst Íslendinganna á mótinu í 50 metra baksundi á morgun.