Alltaf einn af stelpunum

„Pabbi var mjög hlynntur því að senda mig í íshokkí,“ sagði Sturla Snær Snorrason, margfaldur Íslandsmeistari á skíðum og atvinnumaður í greininni, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Sturla Snær varð Íslandsmeistari með Birninum í íshokkí árið 2012 en hann æfði íshokkí samhliða skíðum í mörg ár.

Árið 2015 ákvað hann hins vegar að gerast atvinnumaður á skíðum og þá fóru skautarnir á hilluna.

„Það var líka mjög gott fyrir mig sjálfan sem strák því á skíðunum var ég alltaf eini strákurinn í hópnum og því alltaf einn af stelpunum,“ sagði Sturla.

„Það var fínt, maður kvartað ekkert yfir því, enda bara gaman. Það var samt gott að fara í íshokkí með strákunum og ég var í raun aldrei efnilegur skíðamaður þegar ég var polli.

Það var ekki fyrr en ég var tólf ára gamall, þegar ég vann Andrésar Andarleikana, þar sem boltinn fór að snúast eitthvað,“ sagði Sturla meðal annars.

Viðtalið við Sturlu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert