Afturelding Íslandsmeistari

Lið Aftureldingar fagnar innilega í dag.
Lið Aftureldingar fagnar innilega í dag. mbl.is/Sigurður Unnar

Afturelding varð í dag Íslandsmeistari kvenna í blaki með því að sigra HK í oddaleik liðanna um titilinn í Fagralundi í Kópavogi.

Afturelding vann fyrstu hrinuna 25:22 og þá næstu 25:19. Mikil spenna var í þriðju hrinu og staðan jöfn, 24:24, þannig að framlengja þurfti en þar tryggði Afturelding sér sigurinn, 27:25, og vann leikinn þar með 3:0.

Mosfellingar sneru því blaðinu við eftir að hafa tapað fyrsta leik úrslitaeinvígisins 3:1 í Fagralundi og vann heimaleikinn 3:1 áður en kom að oddaleiknum í dag.

Afturelding er Íslandsmeistari 2021.
Afturelding er Íslandsmeistari 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert