Ásmundur Hálfdán Ásmundsson og Jana Lind Ellertsdóttir fögnuðu sigri í Íslandsglímunni í íþróttahúsi Kennaraháskóla Íslands í dag.
Þetta var í 111. skiptið sem glímt er um Grettisbeltið. Ásmundur vann það í fjórða sinn árið 2019 en glíman fór ekki fram á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins. Um Freyjumenið hefur verið keppt 22 sinnum og Jana Lind vann það síðast, þeim tókst því báðum að verja titla sína í dag.