Guðni nálgast ólympíulágmarkið

Guðni Valur Guðnason
Guðni Valur Guðnason mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Frjálsíþróttamaður­inn Guðni Val­ur Guðna­son var ekki langt frá því að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar er hann keppti í kringlukasti í Svíþjóð í dag.

Guðni kastaði lengst 64,85 metra en ólympíulágmarkið er 66 metrar. Hann hefur tíma til og með 29. júní til að ná því en besti árangur Guðna, Íslandsmetið frá því í haust, er langt yfir lágmarkinu. Þar sem nú er farið í hönd nýtt keppn­is­tíma­bil er 69,35 metra kast hans hins veg­ar ekki gilt fyr­ir Ólymp­íu­leika sum­ars­ins.

Hann endaði í þriðja sæti í Helsingborg í dag en heimsmeistarinn og heimamaðurinn Daniel Ståhl var fyrstur, kastaði lengst 69,71 metra. Þjálfari hans er Vésteinn Hafsteinsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert