Hamar er kominn í forystu gegn KA í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í blaki eftir 3:0-sigur á heimavelli í dag.
Eftir að KA fór betur af stað í fyrstu hrinunni tók Hamar völdin og vann að lokum 25:18. Sömu lokatölur urðu í annarri hrinu og Hamar tryggði sér sigurinn í leiknum með 25:17-sigri í þriðju hrinu.
Annar leikur liðanna fer fram á miðvikudag klukkan 19:15 á Akureyri og getur Hamar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.