Íslendingarnir hafa lokið keppni í Búdapest

Snæfríður Sól Jórunnardóttir í Búdapest.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir í Búdapest. Ljósmynd/SSÍ/Simone Castraovillari

Íslensku keppendurnir hafa nú lokið keppni á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í sundi í 50 metra laug í Búdapest en Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppti í 400 metra skriðsundi í morgun.

Snæfríður, sem keppir fyrir Sund­fé­lag Ála­borg­ar í Dan­mörku, synti á tímanum 4:23,45 mínútum og skilaði það henni 33. sætið í keppninni. Hún hækkaði sig því um fimm sæti miðað við skráningar á mótinu. Hennar besti tími í greininni er 4:20,75 sem hún setti í síðasta mánuði.

Alls voru fimm Íslendingar á meðal keppenda á mótinu. Þrír úr Sund­fé­lagi Hafn­ar­fjarðar, þau Dadó Fenrir Jasmínu­son, Jó­hanna Elín Guðmunds­dótt­ir og Stein­gerður Hauks­dótt­ir og svo Krist­inn Þór­ar­ins­son úr Fjölni og Snæfríður Sól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert