Stórkostlegt stökk hjá þeirri bestu

Simone Biles sýndi ótrúleg tilþrif í Indianapolis.
Simone Biles sýndi ótrúleg tilþrif í Indianapolis. AFP

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles náði ótrúlegu stökki á sínu fyrsta móti í 18 mánuði í Indianapolis um helgina. Biles er besta fimleikakona sögunnar og hún sýndi enn og aftur hvers vegna. 

Biles, sem er 24 ára, framkvæmdi þá svokallað „Yurchenko double pike vault“-stökk, sem engri konu hefur áður tekist. Biles tók þrefalt afturábak í vinklaðri stöðu, einu heljarstökki meira en nokkurri konu hefur áður tekist að lenda í opinberri keppni. 

Hesturinn sem stokkið er af er tíu sentímetrum lægri en hjá körlum, sem gerir stökkið enn ótrúlegra. Takist Biles að framkvæma stökkið á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar verður það nefnt eftir henni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert