Íslandsmót fullorðinna í kata fer fram laugardaginn 29. maí í Íþróttahúsi menntavísindasviðs HÍ á Háteigsvegi.
Alls eru átján keppendur frá sjö karatefélögum og karatedeildum skráð til leiks auk fimm hópkata-liða.
Mótið hefst klukkan 10:30 á undanúrslitum en úrslitin hefast klukkan 13. Leyfi er fyrir 150 áhorfendum á mótinu en grímuskylda ríkir hjá þeim.
„Báðir Íslandsmeistarar síðasta árs taka þátt í mótinu og stefna á að verja titla sína,“ segir í tilkynningu Karatesambandsins en streymt verður frá mótinu á Youtube-rás sambandsins.