Íslandsmeistari 30 árum eftir fyrsta titilinn

Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir unnu Örnu Karen Jóhannsdóttur og …
Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir unnu Örnu Karen Jóhannsdóttur og Sigríði Árnadóttur í úrslitaleik. Ljósmynd/Badmintonsamband Íslands

Elsa Nielsen og Drífa Harðardóttir TBR/ÍA eru Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna í badminton árið 2021 eftir sigur á Örnu Karen Jóhannsdóttur og Sigríði Árnadóttur úr TBR. 

Elsa var með mikla yfirburði í badminton á Íslandi og varð hún fyrst Íslandsmeistari í einliðaleik árið 1991 og vann hún titilinn á hverju ári til ársins 1995. 

Hún er því Íslandsmeistari á nýjan leik, 30 árum frá fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. 

Þá varð Elsa Íslandsmeistari í tvíliðaleik árin 1994-2000 og í tvenndarleik árin 1994, 1996 og 2002. Drífa varð Íslandsmeistari í tvíliðleik árin 2004, 2015-2016 og 2019. Þá varð hún einnig Íslandsmeistari í tvenndarleik árin 1998-1999, 2003-2004, 2006 og 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka