Íslandsmeistaramótið í kata fór fram í gær í íþróttahúsi Menntavísindasviðs HÍ, Háteigsvegi.
Átján keppendur frá sjö félögum tóku þátt, auk fimm liða. Þórður Jökull Henrýsson úr Aftureldingu og Freyja Stígsdóttir úr Þórshamri vörðu Íslandsmeistaratitla sína í einstaklingskeppni.
Breiðablik varði titil sinn í liðakeppni karla og Þórshamar vann í kvennaflokki. Karatefélag Reykjavíkur var sigurvegari í stigakeppni félagsliða.