Naomi Osaka, einni fremstu tenniskonu heims, hefur verið hótað brottrekstri af Opna franska meistaramótinu í tennis sem fram fer í París í Frakklandi þessa dagana. Það er BBC sem greinir frá þessu.
Hin japanska Osaka, sem er 23 ára gömul, hefur neitað að mæta á fjölmiðlafundi á mótinu þar sem hún segir blaðamenn ekki bera virðingu fyrir andlegri heilsu íþróttafólks.
Hún var sektuð um 15.000 dollara, tæplega 1,8 milljónir íslenskra króna, fyrir að neita að mæta á blaðamannafund eftir að hafa lagt Patriciu Mariu Tig frá Rúmeníu í 1. umferð mótsins um helgina.
Osaka mætir Önu Bogdan frá Rúmeníu í annarri umferð Opna franska meistaramótsins en Osaka er tekjuhæsta íþróttakona heims í dag.