Raj og Eygló Reykjavíkurmeistarar

Ingunn Erla Eiríksdóttir og Eygló Dís Ármannsdóttir léku til úrslita …
Ingunn Erla Eiríksdóttir og Eygló Dís Ármannsdóttir léku til úrslita í meistaraflokki kvenna.

Raj K. Bonifacius úr Víkingi og Eygló Dís Ármannsdóttir úr Fjölni eru Reykjavíkurmeistarar í einliðaleik karla og kvenna í tennis en Reykjavíkurmeistaramótinu lauk í gær.

Keppt var á tennisvöllum Víkings í Fossvogi, nema hvað leikir um helgina voru fluttir inn í Tennishöllina í Kópavogi vegna veðurs. Þátttakendur á mótinu voru 65 i flokkum frá 10 ára og yngri til 50 ára og eldri.

Raj vann Ömer Daglar Tanrikulu úr Víkingi í úrslitum í einliðaleik karla en þeir sigruðu síðan saman í tvíliðaleik karla. Eygló Dís vann Ingunni Erlu Eiríksdóttur úr Þrótti í úrslitum í einliðaleik kvenna en Ingunn og Birgir Haraldsson úr Þrótti sigruðu í tvenndarleik.

Öll úrslit í einstaklingskeppni

Öll úrslit í liðakeppni

Ömer Daglar Tanrikulu og Raj K. Bonifacius léku til úrslita …
Ömer Daglar Tanrikulu og Raj K. Bonifacius léku til úrslita í meistaraflokki karla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka