Alls eru 34 keppendur, 17 karlar og 17 konur, í frjálsíþróttalandsliði Íslands sem tekur þátt í Evrópubikar landsliða í Stara Zagora í Búlgaríu um helgina.
Evrópubikarinn fer fram dagana 19. og 20. júní og er Ísland í annarri deild ásamt tólf öðrum löndum.
Keppt er í tuttugu greinum í karlaflokki og tuttugu greinum í kvennaflokki. Hvert land sendir einn keppanda í hverja grein og fást tólf stig fyrir fyrsta sætið, ellefu stig fyrir annað sætið og svo koll af kolli.
Þrjú lið komast upp um deild og keppa þá í 1. deildinni eftir tvö ár.
Landslið Íslands er skipað eftirtöldum keppendum:
Karlar | Grein | Konur |
Dagur Andri Einarsson, ÍR | 100m | Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR |
Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR | 200m | Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR |
Bjarni Anton Theódórsson, Fjölnir | 400m | Þórdís Eva Steinsdóttir, FH |
Sæmundur Ólafsson, ÍR | 800m | Björg Gunnarsdóttir, ÍR |
Baldvin Þór Magnússon, UFA | 1500m | Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir, FH |
Baldvin Þór Magnússon, UFA | 3000m | Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA |
Hlynur Andrésson, ÍR | 3000m hindrun | Íris Anna Skúladóttir, Fjölnir |
Hlynur Andrésson, ÍR | 5000m | Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA |
Ísak Óli Traustason, UMSS | 110/100m grind | Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA |
Ívar Kristinn Jasonarson, | 400m grind | Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA |
Dagur Andri Einarsson, ÍR Sveinbjörn Óli Svavarsson, UMSS Ísak Óli Traustason, UMSS Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR |
4x100m | Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR Tiana Ósk Whitworth, ÍR Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik Helga Margrét Haraldsdóttir, ÍR |
Kormákur Ari Hafliðason, FH Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR Sæmundur Ólafsson, ÍR Bjarni Anton Theódórsson, Fjölni |
4x400m | Þórdís Eva Steinsdóttir, FH Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA Björg Gunnarsdóttir, ÍR María Rún Gunnlaugsdóttir, FH |
Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármann | Hástökk | Eva María Baldursdóttir, Selfoss |
Ari Sigþór Eiríksson, FH | Langstökk | Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik |
Kristinn Torfason, FH | Þrístökk | Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik |
Ísak Óli Traustason, UMSS | Stangarstökk | Hulda Þorsteinsdóttir, ÍR |
Vilhjálmur Árni Garðarsson, ÍR | Sleggjukast | Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR |
Sindri Hrafn Guðmundsson, FH | Spjótkast | María Rún Gunnlaugsdóttir, FH |
Guðni Valur Guðnason, ÍR | Kringlukast | Katharina Ósk Emilsdóttir, ÍR |
Kristján Viktor Kristinsson, ÍR | Kúluvarp | Erna Sóley Gunnarsdóttir |
Fyrirliðar eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Guðni Valur Guðnason.