17 karlar og 17 konur í landsliðinu

Tiana Ósk Whitworth, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Helga Margrét Haraldsdóttir …
Tiana Ósk Whitworth, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Helga Margrét Haraldsdóttir eru allar í landsliðinu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Alls eru 34 keppendur, 17 karlar og 17 konur, í frjálsíþróttalandsliði Íslands sem tekur þátt í Evrópubikar landsliða í Stara Zagora í Búlgaríu um helgina.

Evrópubikarinn fer fram dagana 19. og 20. júní og er Ísland í annarri deild ásamt tólf öðrum löndum.

Keppt er í tuttugu greinum í karlaflokki og tuttugu greinum í kvennaflokki. Hvert land sendir einn keppanda í hverja grein og fást tólf stig fyrir fyrsta sætið, ellefu stig fyrir annað sætið og svo koll af kolli.

Þrjú lið komast upp um deild og keppa þá í 1. deildinni eftir tvö ár.

Landslið Íslands er skipað eftirtöldum keppendum:

Karlar Grein Konur
Dagur Andri Einarsson, ÍR 100m Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR
Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR 200m Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR
Bjarni Anton Theódórsson, Fjölnir 400m Þórdís Eva Steinsdóttir, FH
Sæmundur Ólafsson, ÍR 800m Björg Gunnarsdóttir, ÍR
Baldvin Þór Magnússon, UFA 1500m Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir, FH
Baldvin Þór Magnússon, UFA 3000m Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA
Hlynur Andrésson, ÍR 3000m hindrun Íris Anna Skúladóttir, Fjölnir
Hlynur Andrésson, ÍR 5000m Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA
Ísak Óli Traustason, UMSS 110/100m grind Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA
Ívar Kristinn Jasonarson, 400m grind Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA
Dagur Andri Einarsson, ÍR
Sveinbjörn Óli Svavarsson, UMSS
Ísak Óli Traustason, UMSS
Birgir Jóhannes Jónsson, ÍR
4x100m Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR
Tiana Ósk Whitworth, ÍR
Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik
Helga Margrét Haraldsdóttir, ÍR
Kormákur Ari Hafliðason, FH
Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR
Sæmundur Ólafsson, ÍR
Bjarni Anton Theódórsson, Fjölni
4x400m Þórdís Eva Steinsdóttir, FH
Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA
Björg Gunnarsdóttir, ÍR
María Rún Gunnlaugsdóttir, FH
Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármann Hástökk Eva María Baldursdóttir, Selfoss
Ari Sigþór Eiríksson, FH Langstökk Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik
Kristinn Torfason, FH Þrístökk Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik
Ísak Óli Traustason, UMSS Stangarstökk Hulda Þorsteinsdóttir, ÍR
Vilhjálmur Árni Garðarsson, ÍR Sleggjukast Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR
Sindri Hrafn Guðmundsson, FH Spjótkast María Rún Gunnlaugsdóttir, FH
Guðni Valur Guðnason, ÍR Kringlukast Katharina Ósk Emilsdóttir, ÍR
Kristján Viktor Kristinsson, ÍR Kúluvarp Erna Sóley Gunnarsdóttir

Fyrirliðar eru Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Guðni Valur Guðnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert