Lögmaðurinn sem bauð þagnarskyldu ekki á vegum KSÍ

Sambandið tekur það skýrt fram að það var ekki lögmaður …
Sambandið tekur það skýrt fram að það var ekki lögmaður á vegum KSÍ sem bauð þagnarskylduna. mbl.is/Hari

KSÍ sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem kemur fram að sambandið taki það skýrt fram að það var ekki lögmaður á vegum KSÍ sem hafði samband við Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og bað um þagnarskyldu varðandi ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu leikmanns.

Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Þórhildi sem varð fyr­ir of­beldi og grófri kyn­ferðis­legri áreitni af hálfu landsliðsmanns í knatt­spyrnu.

Eftir að KSÍ var upplýst um málið fékk Þór­hild­ur sím­tal frá lög­manni sem bauð henni að koma á fund hjá KSÍ þar sem henni yrði boðin þagn­ar­skyldu­samn­ing­ur og miska­bæt­ur. Hún neitaði því boði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert