Sakna hans á hverjum degi

Michael Schumacher lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum í …
Michael Schumacher lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum í desember 2013. AFP

Corrina Schumacher, eiginkona Michaels Schumacher, spilar stórt hlutverk í nýrri heimildarmynd um þýska ökuþórinn fyrrverandi sem verður frumsýnd á Netflix í næstu viku.

Michael hefur ekki sést á opinberum vettvangi síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í frönsku ölpunum í desember 2013 og hlaut alvarlega höfuðáverka í slysinu.

Hann var lengi í dái og var lengi óttast um líf hans en hann hefur dvalið á heimili sínu í Sviss frá árinu 2014 og hefur lítið komið fram í fjölmiðlum um núverandi ástand hans.

„Ég sakna hans á hverjum einasta degi,“ sagði Corinna í nýju heimildarmyndinni.

„Það er ekki bara ég sem sakna hans heldur börnin hans, fjölskyldan hans og faðir. Allir sem voru í kringum hann sakna hans.

Við erum saman og það skiptir mestu máli. Við gerum allt til þess að láta honum líða vel og við látum hann stöðugt vita að við séum hjá honum,“ sagði Corinna meðal annars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert