Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle Seahawks, gæti misst af leik í fyrsta skipti á tíu ára ferli sem atvinnumaður.
Wilson fór meiddur af velli þegar Seattle tapaði fyrir LA Rams 26:27 í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum.
Wilson meiddist á fingri í leiknum. Um er að ræða höndina sem hann kastar með og því þykir óljóst hvort hann geti beitt sér í næsta leik.
Wilson hefur leikið 149 leiki í röð í deildinni en enginn þeirra leikstjórnenda sem nú eru í deildinni hafa náð fleiri leikjum í röð.
Seattle hefur ekki byrjað sérlega vel og unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum. Næsti leikur er gegn Pittsburgh Steelers hinn 17. október.