„Ég er með hestur og kindur heima hjá mér sem flokkast undir hobbýbúskap,“ sagði Kristín Þórhallsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.
Kristín, sem er 37 ára gömul, er búsett á Varmalandi í Borgarfirði en hún starfar sem dýralæknir þar.
Þegar kórónuveirufaraldurinn reið yfir landið gat hún hvergi æft og því ákvað hún að útbúa æfingaaðstöðu í hlöðunni heima hjá sér.
„Hlaðan hefur reynst mér einstaklega vel enda er tíminn minn afar dýrmætur og það er erfitt að koma öllu fyrir í dagskránna,“ sagði Kristín.
„Mér finnst gott að æfa sem dæmi áður en ég sæki strákana mína á leikskólann því ég vil auðvitað geta eytt eins miklum tíma með þeim og ég get,“ sagði Kristín meðal annars.
Viðtalið við Kristínu í heild sinni má nálgast með því að smella hér.