Borgar Evrópumeistari unglinga í borðtennis

Borgar Haug við keppni í Tours um helgina.
Borgar Haug við keppni í Tours um helgina. Ljósmynd/ETTU

Hinn hálf-íslenski Borgar Haug vann um helgina til gullverðlauna í Evrópukeppni unglinga í borðtennis, European Youth Top 10, í Tours í Frakklandi.

Borgar keppir fyrir hönd Noregs, þaðan sem faðir hans er, en móðir hans er hin íslenska Áslaug Skúladóttir.

Eftir að Króatinn Ivor Ban vann Belgann Adrien Rassenfosse og nældi þannig í silfur var ljóst að Borgar væri búinn að tryggja sér gullverðlaunin.

Borgar vann Pólverjann Maciej Kubik, sem hafnaði í þriðja sæti, og einnig áðurnefndan Rassenfosse ásamt Ban, en tapaði fyrir Frakkanum Thibault Poret og Ungverjanum Csaba Andras.

Ban og Kubik töpuðu einnig tveimur viðureignum en Borgar stóð best að vígi samtals og vann þar með mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka