Lið Elvar Más Friðrikssonar og Tryggva Snæs Hlinasonar unnu bæði leiki sína í Evrópubikar félagsliða í körfuknattleik í dag.
Elvar skoraði 8 stig, gaf 5 stoðsendingar, tók 3 fráköst og stal boltanum einu sinni fyrir Antwerp sem vann gríska liðið Ionikos á útivelli 92:81.
Zaragoza vann einnig á útivelli en liðið heimsótti Gilbao Galil til Ísrael. Zaragoza vann 91:90 eftir framlengdan leik. Tryggvi skoraði 6 stig, varði 5 skot, tók 5 fráköst, gaf eina stoðsendingu og stal boltanum einu sinni á þeim fimmtán mínútum sem hann lék.