Ísland sigraði á Norður-Evrópumóti U17 ára landsliða kvenna í blaki sem lauk í Ikast í Danmörku í gær.
Ísland skellti Danmörku í úrslitaleiknum 3:0 en fyrr í mótinu hafði íslenska liðið tapað fyrir því danska. Ísland vann hrinurnar 25:20, 25:14 og 25:19.
Er þetta í fyrsta skipti sem yngra landslið Íslands vinnur mótið.
Drengjalandslið Íslands hafnaði í 4. sæti eftir 3:0 tap fyrir Færeyjum í leiknum um bronsið.