Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin setur nú stefnuna á að keppa í öllum fimm keppnisgreinunum í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking.
Shiffrin segir þó að slíkar áætlanir kalli á mikinn undirbúning, ekki síður andlegan heldur en líkamlegan.
Nú er farið að styttast í Vetrarólympíuleikana en þeir eiga að hefjast 4. febrúar í Kína eða eftir tæpa fjóra mánuði. Eitt ár líður alla jafna á milli Ólympíuleika og Vetrarólympíuleika en nú verður það rétt rúmlega hálft ár. Vetrarólympíuleikarnir eru á fyrirhuguðum tíma en Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár eins og fram hefur komið.
Shiffrin ræddi við Eurosport í tilefni þess að heimsbikarinn á skíðum fer af stað á ný um næstu helgi. Þar segir hún að það væri draumur að geta verið með í öllum fimm greinunum, svigi, stórsvigi, risasvigi, bruni og tvíkeppni. Í alpatvíkeppni er bæði keppt í bruni og svigi og tímarnir lagðir saman.
Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag