Arizona Cardinals er eina taplausa liðið á þessu keppnistímabili í NFL-deildinni í ameríska fótboltanum eftir stórsigur gegn Houston Texans í gær 31:5.
Ekkert kom svo sem á óvart varðandi þau úrslit því Houston hefur byrjað afar illa og aðeins unnið einn leik.
Arizona hefur hins vegar unnið fyrstu sjö leikina en nokkur lið hafa unnið sex af fyrstu sjö. Þar á meðal LA Rams sem er í sama riðli og Arizona, NFL West. Meistararnir í Tampa Bay Buccaneers eru einnig aðeins með eitt tap sem og Dallas Cowboys og Green Bay Packers.
Á fimmtudagskvöldið mætast einmitt Green Bay og Arizona.