Í liðsíþróttum er jafnan talið varhugavert að ganga til leiks með yfirlýsingum um að markmiðið sé að vinna sem stærstan sigur.
Á fréttamannafundi í gær vegna landsleiksins gegn Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld sagði ein af ungu landsliðskonunum að planið væri að skora „eins mikið og við getum“.
Vissulega er lið Kýpur búið að tapa með miklum mun gegn bæði Hollandi og Tékklandi í þessum undanriðli fyrir heimsmeistaramótið.
Og það kæmi ekkert á óvart þótt íslenska liðið færi að fordæmi þeirra og myndi skora þó nokkur mörk í kvöld.
En það er grundvallaratriði að sýna mótherjanum virðingu, afgreiða hann ekki fyrir fram sem léttvægan og koma til leiks með þá trú að andstæðingurinn geti ekki neitt og sigurinn verði sem stærstur.
Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.